31 ágú. 2016
Fjarnám KKÍ 1.b og 2.b þjálfaramenntunar Körfuknattleikssambands Íslands mun hefjast mánudaginn 12. september næstkomandi.
Námið er í fjarnámi og unnið í tölvu og með tölvupóstum (2.b heimsóknum). Fjarnámið er hluti af nýju menntakerfi KKÍ. Síðustu misseri hefur KKÍ lagt nokkra vinnu í að bæta þjálfaramenntun við góðar undirtektir innan hreyfingarinnar.
1.b námið stendur yfir til 10. október. Nánar um 1.b hér
Opið er fyrir skráningu til og með föstudagsins 9. september 2016.
Þátttökugjald á 1.b er kr. 8.000-. Öll námskeiðsgögn eru innifalin og send á netfang nemenda.
Þátttökugjald á 2.b er kr. 29.000-. Öll námskeiðsgögn eru innifalin og send á netfang nemenda.
Skráning er á kki@kki.is. Taka þarf fram heiti á námskeið sem verið er að skrá sig á og einnig skal koma fram fullt nafn, félag, kennitala, netfang, og símanúmer.
Rétt til þátttöku á 1.b stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.
Rétt til þátttöku á 2.b stigi hafa allir sem lokið hafa lokið þjálfara 1.