31 ágú. 2016
Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma leik Þjóðverja og Dana í undakeppni EuroBasket 2017. Leikið verður í Kiel í Þýskalandi.
Leikurinn er fyrsti leikur liðanna í B riðli en þar leik þau ásamt Austurríki og Hollandi.
Þess má geta að aðstoðarþjálfari Dana er Israel Martin sem þjálfaði Tindastól og er nýráðinn framkvæmdastjóri Tindastóls.
Meðdómarar Sigmundar eru Carlos Peruga frá Spáni og Vladan Sundic frá Svartfjallalandi en eftirlitsmaður er Krzysztof Koralewski frá Póllandi.