30 ágú. 2016Logi Gunnarsson hóf landsliðsferil sinn árið 2000 og hefur á undanförnum 16 árum leikið 124 landsleiki. Hann er leikjahæsti núverandi leikmaður landsliðsins og sá 5. leikjahæsti í sögu KKÍ.
Logi sem var leikmaður íslenska liðsins á EuroBasket 2015 mun að öllum líkindum leika sex landsleiki í undankeppninni sem nú er að hefjast og standa í 130 landsleikjum að henni lokinni.
Þá vantar hann einn leik til að jafna næsta mann á listanum, Torfa Magnússon, sem lék á árunum 1974-1987 alls 131 landsleik.
5 leikjahæstu leikmenn A-landsliðs karla frá upphafi:
Guðmundur Bragason · 169
Valur Ingimundarson · 164
Jón Kr. Gíslason · 158
Torfi Magnússon · 131
Logi Gunnarsson · 124
Leikjafjölda leikmanna má sjá á vef KKÍ: www.kki.is/landslid/karlar/leikjafjoldi/a-landslid/