29 ágú. 2016KKÍ hefur boðað fjölmiðla landsins til fundar í Laugardalshöllinni þar sem þjálfarar, leikmenn og forsvarsmenn KKÍ, munu kynna hvaða 12 leikmenn leika fyrsta leikinn í undankeppni EM, EuroBasket 2017, gegn Sviss.
Ísland tekur á móti Sviss í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn kemur kl. 19:30. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.
Miðasala er í fullum gangi á www.tix.is.