18 ágú. 2016
Núna um komandi helgi, dagana 20.-21. ágúst er komið að seinni helgi Úrvalsbúða KKÍ 2016.

Alls mættu rúmlega 650 krakkar til æfinga í Úrvalsbúðir frá félögum um allt land á fyrri helgina og var met þátttaka í öllum árgöngum. Dagskránna og tímasetningar má sjá hér að neðan fyrir seinni helgina.
Að þessu sinni eru drengir í Smáranum Kópavogi og stúlkur í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og á sínum æfingatímum eins og árgangarnir segja til um. 

Æfingatímar Úrvalsbúða:
Stelpur /Strákar f. 2005 kl. 09.00 – 11.00  Æfing laugardag og sunnudag.
Stelpur/Strákar f. 2004 kl. 11.30 – 13.30  Æfing laugardag og sunnudag.
Stelpur/Strákar f. 2003 kl. 13.30 - 14.30  Fræðsla / fyrirlestur á laugardeginum (ekki sunnudag).
+
Stelpur/Strákar f. 2003 kl. 14.30 – 16.30  Æfing laugardag og sunnudag.