18 ágú. 2016

Nú er kominn sá tími þegar félög eru að ganga frá umsóknum fyrir erlenda leikmenn sína fyrir komandi tímabil. Sama ferli er og undanfarin ár á umsóknum um bæði atvinnu- og dvalarleyfi hjá UTL og keppnisleyfi hjá KKÍ fyrir erlenda leikmenn.

Hér fyrir neðan eru nokkrir puntkar varðandi ferlið.

Útlendingastofnun (UTL):
Félög sjá um allar umsóknir til UTL og eru ítarlegar leiðbeiningar að finna hér á kki.is undir „Erlendir leikmenn“.
A.T.H. að ef öll gögn eru rétt útfyllt og í frumriti þar sem þess er óskað eru umsóknir afgreiddar hratt og örugglega. Mjög mikilvægt er að leikmenn mega ekki vera staddir á landinu á meðan umsókn þeirra er tekin fyrir og UTL mun láta forsvarsmann umsóknar vita þegar hún er afgreidd og leikmenn mega koma til landsins. 

Þess ber þó að geta það Alþingi hefur samþykkt lagabreytingu sem unnin var í samstarfi við KKÍ um að frá og með áramótum mega leikmenn koma til landsins og vera hér á meðan umsókn þeirra er tekin fyrir og afgreidd. Ferlið er því óbreytt þangað til. 

Keppnisleyfi KKÍ:
Allir leikmenn þurfa á endanum að fá keppnisleyfi hjá KKÍ að auki. Hægt er að undirbúa það þó að vinna eða staðfesting UTL sé kki kominn og mælir skrifstofa KKÍ eindregið með því að það sé gert til að flýta fyrir ferlinu.

Hægt er að skila afritum af vegabréfum og umsóknum um keppnisleyfi til FIBA hvenær sem er. Að auki borgar sig að sækja um LOC (e. Letter of Clearance) fyrir leikmenn strax. Til þess að það sé hægt þarf að senda skrifstofu KKÍ upplýsingar:

- Nafn leikmanns
- Fæðingardagur og ár
- Land og fyrra lið sem hann var á mála hjá (eða skóli)
- Upplýsingar um umboðsmann hafi hann slíkann (nafn, þjóðerni og FIBA Agent nr.)


Leikmenn frá Evrópu:
KKÍ sækir um LOC til allra aðildarlana FIBA fyrir leikmenn sem hafa leikið nú þegar sem atvinnumenn. Samkvæmt reglugerð FIBA er löndum heimilt að innheimta gjald fyrir og á það við nokkur lönd.

Leikmenn sem koma beint úr háskólum í USA:
Félög sækja um LOC og greiða fyrir rafrænt á vef USA Basketball: usab.site-ym.com/event/loc

A.T.H. að áður þarf að senda KKÍ umbeðnar upplýsingar að ofan til að hægt sé að útbúa formlega LOC beiðni sem þarf að fylgja umsókn. Að auki þurfa allir leikmenn úr háskólum að fylla út „Self-Decleration-skjalið“ og skila til KKÍ ásamt öðrum umbeðnum gögnum.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu kristinn@kki.is.