14 ágú. 2016
Í gær spiluðu stelpurnar í U16 við Austurríki. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru að spila flottan körfubolta og var leikurinn virkilega skemmtilegur að horfa á. Í síðari hálfleik mættu íslensku stelpurnar enn ákveðnari til leiks og tókst hægt og rólega að stíga fram úr. Var það frábær varnarleikur sem skilaði liðinu sigri en Austurríki skoraði aðeins 14 stig í seinni hálfleik.
Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu var Birna Benónýsdóttir með 27 stig og 9 fráköst, Margrét Blöndal með 8 stig og 7 fráköst, Hrund Skúladóttir með 7 stig og 7 fráköst og Elsa Albertsdóttir með 6 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar.
Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.
Í dag munu stelpurnar spila við Bosníu Hersegóvinu klukkan 13:30 að íslenskum tíma og má sjá lifandi tölfræði hér.
Það er gaman að segja frá því að Birna Benónýsdóttir er sá leikmaður sem er með flest stig og hæsta framlag að meðaltali í leik á mótinu öllu og Elsa Albertsdóttir er með flestar stoðsendingar í leik að meðaltali. Virkilega flottur árangur hjá þessum stelpum