14 ágú. 2016
A landslið karla lék lokaleik sinn á fjögurra þjóða æfingamótinu í Austurríki í dag gegn Slóvenum og beið lægri hlut 68-98.
Byrjunarliðið var skipað þeim Herði Axel Vilhjálmssyni, Martin Hermannssyni, Jóni Arnór Stefánssyni, Hauki Helga Pálssyni og Hlyni Bæringssyni.
Íslenska liðið lék frábærlega fyrstu 12 mínútur leiksins, boltinn gekk hratt milli manna og skotin duttu niður en þá skelltu Slóvenarnir í lás og settu hvert skotið á fætur öðru og staðan breyttist úr 24-23 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhluta og 29-23 eftir 12 mínútur, í 37-59 í hálfleik. Slóvenarnir héldu áfram að bæta í og þreyta í þriðja leik á þrem dögum fór að gera vart við sig hjá íslenska liðinu. Staðan eftir þriðja leikhluta var 52-81 og lokatölur 68-98.
Martin Hermannsson var stigahæstur íslenska liðsins með 16 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10, Jón Arnór Stefánsson 9, Haukur Helgi Pálsson 6, Logi Gunnarsson 6, Hlynur Bæringsson 5, Tryggvi Snær Hlinason 4, Elvar Már Friðriksson 3, Brynjar Þór Björnsson 3, Axel Kárason 2, Ægir Þór Steinarsson 2 og Kristófer Acox 2.
Tölfræði leiksins:
Nafn, mín, tveggja, þriggja, víti, sóknarfráköst, varnarfráköst, stoðsendingar, tapaður bolti, stolinn bolti, varin skot, villur, fiskaðar villur, +/-, stig
Axel Kárason, 6:44, 0/0, 0/0, 2/2, 1, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, -6, 2
Haukur Helgi Pálsson, 28:32, 1/5, 1/6, 1/1, 1, 3, 1, 1, 2, 1, 2, 1, -24, 6
Hlynur Bæringsson, 30:54, 1/6, 1/5, 0/3, 4, 4, 1, 3, 2, 0, 2, 1, -29, 5
Jón Arnór Stefánsson, 17:57, 3/3, 1/3, 0/0, 0, 2, 2, 1, 0, 0, 2, 0, -20, 9
Ægir Þór Steinarsson, 12:05, 0/0 , 0/0, 2/2, 0, 1, 3, 2, 0, 0, 3, 0, +0, 22
Kristófer Acox, 14:27, 1/3, 0/0, 0/1, 0, 1, 0, 2, 1, 0, 1, 0, -5, 2
Elvar Már Friðriksson, 10:39, 0/1, 1/2, 0/0, 0, 0, 3, 0, 0, 0, 0, 0, -10, 3
Hörður Axel Vilhjálmsson, 22:29, 3/7, 1/5, 1/2, 1, 0, 3, 1, 2, 0, 4, 0, -23, 10
Logi Gunnarsson, 15:09, 2/2, 0/3, 2/3, 2, 0, 0, 0, 0, 0, 1, 1, +3, 6
Martin Hermannsson, 22:42, 1/1, 3/4, 5/6, 0, 0, 1, 1, 3, 0, 3, 1, -22, 16
Tryggvi Snær Hlinason, 9:20, 2/5, 0/0, 0/1, 1, 0, 0, 1, 0, 0, 0, 0, -6, 4
Brynjar Þór Björnsson, 9:02, 0/0, 1/4, 0/0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 1, 0, -8, 3
Samtals 14/33 42,4%, 9/32 28,1%, 13/21 61,9%, 12, 13, 14, 12, 10, 1, 21, 4
Stigahæstur Slóvena var Jaka Klobucar með 14 stig, Alen Omic skokraði 13, Edo Muric 11, Zoran Dragic 11, Klemen Prepelic 10 og aðrir minna.
Segja má að móti hafi skilað sínu þó ekki hafi unnist sigrar í leikjunum þá fékk liðið hörku æfingaleiki og þjálfararnir gátu prófað ýmsa hluti og skoðað leikmenn.
Íslenska liðið heldur heim á leið á morgun og mun nú æfa á fullu fram að fyrsta leik í undankeppni Eurobasket 2017 en leikið verður við Sviss 31. ágúst í Laugardalshöll.
Á myndinni með fréttinni eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Axel Kárason sem báður léku sinn fimmtugasta landsleik um helgina, Axel gegn Pólverjum og Hörður gegn Austurríki.