12 ágú. 2016
A landslið karla lék sinn fyrsta æfingaleik þetta sumarið í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Póllandi, 82-71, á fjögurra þjóða móti í Austurríki.
Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Herði Axeli Vilhjálmssyni, Martin Hermannssyni, Jóni Arnóri Stefánssyni, Hauki Helga Pálssyni og Hlyni Bæringssyni.
Pólverjarnir byrjðu betur og komust í 7-0 en það var Martin Hermannsson sem skoraði fyrstu stigin og okkar menn komust inn í leikinn og voru yfir 17-16 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhlutinn var erfiður og í hálfleik var staðan 29-37 en okkar menn byrjuðu þriðja leikhluta vel þó Pólverjarnir héldu áfram forystunni og voru komnir 12 stigum yfir, 46-59 eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu íslensku strákarnir góðu þriggja stiga áhlaupi sem hræddi Pólverjana og munurinn komst niður í 6 stig en svo sigur þeir pólsku aftur lengra framúr og lokatölur voru 82-71 eins og fyrr segir.
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 18 stig, Jón Arnór Stefánsson 11, Hlynur Bæringsson 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8, Logi Gunnarsson 8, Martin Hermannsson 8, Ægir Þór Steinarsson 5, Brynjar Þór Björnsson 3 og Kristófer Acox 2.
Tölfræði leiksins:
Nafn, mín, tveggja, þriggja, víti, sóknarfráköst, varnarfráköst, stoðsendingar, tapaður bolti, stolinn bolti, varin skot, villur, fiskaðar villur, +/-, stig
Axel Kárason, 1:16, 0/0, 0/0, 0/0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, -1, 0
Ragnar Nathanelsson, 1:12, 0/0, 0/0, 0/0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, 0, -2, 0
Haukur Helgi Pálsson, 30:34, 3/5, 4/11, 0/0, 2, 1, 2, 0, 2, 1, 3, 0, -2, 18
Sigurður Þorsteinsson, 3:40, 0/1, 0/0, 0/0, 1, 0, 0, 1, 0, 0, 0, 0, -2, 0
Hlynur Bæringsson, 29:07, 2/5, 0/2, 4/7, 4, 6, 1, 1, 0, 0, 3, 2, -8, 8
Jón Arnór Stefánsson, 24:51, 3/4, 1/5, 2/2, 0, 3, 2, 3, 1, 0, 2, 0, -4, 11
Ægir Þór Steinarsson, 17:35, 1/2 , 1/1, 0/1, 0, 1, 2, 2, 3, 0, 4, 1, -14, 5
Kristófer Acox, 15:21, 1/2, 0/0, 0/0, 2, 2, 0, 3, 2, 0, 0, 0, -10, 2
Hörður Axel Vilhjálmsson, 26:53, 1/1, 2/4, 0/0, 0, 0, 1, 3, 1, 0, 3, 0, -5, 8
Logi Gunnarsson, 16:20, 1/2, 2/5, 0/0, 0, 2, 0, 3, 2, 0, 4, 0, +0, 8
Martin Hermannsson, 26:30, 3/6, 0/1, 2/2, 1, 2, 3, 2, 0, 0, 4, 1, -7, 8
Brynjar Þór Björnsson, 6:41, 0/0, 1/4, 0/0, 1,2, 1, 0, 1, 0, 0, 0, +0, 3
Samtals 15/28 53,6%, 11/33 33,3%, 8/12 66,7%, 11, 19, 12, 19, 12, 1, 23, 4
Stigahæstur Pólverja var Maciej Lampe með 18 stig og næstir voru Tomasz Gielo með 13, Mateusz Ponitka með 11 og Adam Waczynski með 10.
Eftir leikinn mættust Austrríki og Slóvenía og sigruðu Slóvenar mjög örugglega.
Næsti leikur er við heimamenn frá Austurríki á morgun klukkan 16 að íslenskum tíma og er hægt að horfa á alla leiki á www.laola1.tv