11 ágú. 2016U16 ára landslið drengja hefur leik í dag Sofiu í Búlgaríu þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni FIBA 11.-20. ágúst. Fyrsti leikur mótsins er gegn Georgíu en einnig eru Búlgaría, Belgía, Tékkland og Slóvakía með þeim í D-riðli.

Leikur dagsins hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni tölfræðilýsingu hérna.

Hægt er að sjá allt um mótið, leikjaplan og úrslit og lifandi tölfræði frá öllum leikjum á heimsíðu mótsins:
fiba.com/europe/u16b/2016