10 ágú. 2016KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem er liður í fræðsluáætlun KKÍ en um er að ræða „Þjálfari 1.a.“ og verður það haldið dagana 19.-21. ágúst.
Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.
Helgina 27.-28. ágúst verða svo hlutar 1.c og 2.c. kenndir saman.
Dagskrá (Birt með fyrirvara um breytingar á uppröðun. Tímasetningar hvers dags standa:)
Föstudagur 19. ágúst 2016 - Íþróttamiðstöðin Laugardal
17:00-17:40 Setning og kynning á þjálfaravef FIBA Europe · Ágúst Björgvinsson
17:40-18:00 Matur
18:00-19:20 Skipulag þjálfunar og kennslufræði (yngri en 12 ára) · Ágúst Björgvinsson
19:30-20:30 Minnibolti og þjálfun barna · Snorri Örn Arnaldsson
Laugardagur 20. ágúst - Íþróttahúsinu Álftanesi
09:00-10:20 Boltaæfingar, knattrak, leikir og fótavinna · Snorri Örn Arnaldsson
10:30-12:10 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut), sendingar og sniðskot · Stefán Arnarson
12:10-12:50 Matarhlé
12:50-14:10 Skottækni, fótavinna og leikir · Ágúst Björgvinsson
14:20-15:40 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5) · Stefán Arnarson
Sunnudagur 21. ágúst - Íþróttahúsinu Smáranum
11:00-12:30 Úrvalsbúðir KKÍ · Verklegt
12:30-13:30 Umræður
13:30-14:30 Verklegt próf (7,5%) og munnlegt próf (7,5%)
13:30-14:30 Matarhlé
14:30-15:00 Próf