10 ágú. 2016
Skráning er hafin í bikarkeppnir meistaraflokka, 1. deild kvenna, 2. og 3. deild karla, unglingaflokka og drengjaflokk fyrir keppnistímabilið 2016-17.
Skráning í bikarkeppni allra yngri flokka sem og yngri flokka sem keppa á fjölliðamótum og B-deild kvenna er 17. september.
Nánari upplýsingar um skráningarfyrirkomulag hafa verið send á aðilarfélög.
Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafa samband við skrifstofu KKÍ.