9 ágú. 2016
Stelpurnar í u16 hafa spiluðu tvo leiki til viðbótar á síðustu dögum á EM í Rúmeníu, gegn Danmörku á sunnudaginn og gegn Lúxemborg í dag.
Leikurinn gegn Danmörku var jafn til að byrja með og vorum við einu stigi undir eftir 1. leikhluta. En í 2. og 3. leikhluta gáfu Danirnir í og voru 18 stigum yfir fyrir seinasta leikhlutann. Því miður var það of mikið fyrir íslensku stelpurnar og endaði leikurinn 66-46 fyrir Danmörku. Stigahæst var Birna Benónýsdóttir með 17 stig og Hrund Skúladóttir með 13 stig og 13 fráköst.
Tölfræði leiksins má sjá hér
Í dag spiluðu stelpurnar við Lúxemborg sem voru ósigraðar á mótinu. Stelpurnar spiluðu frábærlega fyrstu 3. leikhlutana og var leikurinn mjög jafn og skemmtilegur. Þegar 4. leikhluti hófst voru íslensku stelpurnar fimm stigum undir en leikur liðsins hrundi í leikhlutanum er Lúxemborg settu aukinn kraft í pressuna og fengu mikið af auðveldum körfum. Leikurinn endaði 61-40 fyrir Lúxemborg og það verður að segjast eins og er að lokatölurnar gáfu ekki rétta mynd af leiknum.
Stigahæst var Birna Benónýsdóttir með 18 stig og 18 fráköst og Kristín María Matthíasdóttir með 10 stig.
Tölfræði leiksins má sjá hér
Birna Benónýsdóttir er þriðja stigahæsti leikmaður mótsins með 16,8 stig að meðaltali og Elsa Albertsdóttir er í þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn mótsins með 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.