6 ágú. 2016
Stelpurnar í u16 spiluðu sinn fyrsta leik í B-deild EM í gær og var sá leikur gegn Albaníu. Fljótlega í 1. leikhluta varð ljóst að íslensku stelpurnar voru mun betri á öllum sviðum leiksins og eingöngu spurning um hvort þær myndu halda einbeitingu út leikinn. Stelpurnar voru mjög ákveðnar strax í upphafi leiks og þær sem komu inn af bekknum mætu af sama krafti á parketið. Stórsigur var því staðreynd, 105-38 þar sem allar íslensku stelpurnar komust á blað.
Stigahæst var Birna Benónýsdóttir með 27 stig á 16 mínútum, Kamilla Viktorsdóttir og Margrét Blöndal með 12 stig, Ástrós Ægisdóttir með 11 stig og 10 fráköst og Elsa Albertsdóttir var með 12 stoðsendingar
Tölfræði leiksins má finna hér.
Í dag var erfiður leikur gegn Grikklandi. Bæði lið voru að spila grimma vörn en því miður gekk illa hjá íslensku stelpunum að skora og var staðan eftir fyrsta leikhluta 16-7. Annar og þriði leikhluti voru mjög jafnir en illa gekk að brúa bilið og í fjórða leikhluta sigldi gríska liðið sigrinum í höfn og endaði leikurinn 49-28 fyrir Grikklandi. Of margir tapaðir boltar og hik í sóknarleiknum varð stelpunum að falli í dag.
Stigahæst í íslenska hópnum var Ástrós Ægisdóttir með 7 stig og Elsa Albertsdóttir með 6 stig.
Tölfræði leiksins má finna hér.
Næsti leikur er á morgun kl. 15:00 að íslenskum tíma gegn Danmörku