6 ágú. 2016

RÚV ætlar að sýna nokkra leiki frá Ólympíuleikunum í Rio sem hófust formlega í gær. Leikarnir bjóða upp á hágæða körfubolta með öllum bestu kvennalandsliðum heims sem etja saman kappi. Þar verður draumalið Bandaríkjanna auðvitað fremst í flokki en ekki má gleyma landsliðum Serbíu og Frakklands sem hafa verið í fremstu röð að undanförnu. 

Leikir í beinni frá körfuboltakeppni kvenna á RÚV:

6. ágúst · Frakkland-Tyrkland kl. 14:45 á RÚV2
8. ágúst · Spánn-USA kl. 14:50 á RÚV2
9. ágúst · Ástralía-Frakkland kl. 15:05 á RÚV2

18. ágúst · Undanúrslit kl. 17:50 á RÚV2
18. ágúst · Undanúrslit kl. 21:50 á RÚV2
20. ágúst · Úrslitaleikur kl. 20:50 á RÚV2

Liðin sem taka þátt í keppni kvenna:

A-riðill: Ástralía, Brasilía, Frakkland, Hvíta-Rússland, Japan og Tyrkland.
B-riðill: Bandaríkin, Kanada, Kína, Senegal, Serbía og Spánn.



Leikir í beinni í  körfuboltakeppni karla á Stöð 2 Sport:
6. ágúst · Ástralía - Frakkland kl. 17:15
6. ágúst · Kína - Bandaríkin kl. 22:00

6. ágúst · Venesúela - Serbía kl. 01:30

7. ágúst · Brasilía - Litháen kl. 17:15
7. ágúst · Króatía - Spánn kl. 22:00
7. ágúst · Nígería - Argentína kl. 01:30

8. ágúst · Serbía - Ástralía kl. 17:15
8. ágúst · Bandaríkin - Venesúela kl. 22:00
8. ágúst · Frakkland - Kína

9. ágúst · 
 Spánn - Brasilía kl. 17:15
9. ágúst ·  Litháen - Nígería kl. 22:00
9. ágúst · Argentína - Króatía kl. 01.30

10. ágúst · Serbía - Frakkland kl. 17:15
10. ágúst · Ástralía - Bandaríkin kl. 22:00
10. ágúst · Venesúela - Kína kl. 01:30

Sjá nánari dagskrá í framhaldinu hérna: Framundan á Stöð 2 Sport

 

Liðin sem taka þátt í keppni karla:
Í dag hefst einnig keppni karla en liðin sem taka þátt eru eftirtalin lönd en gaman er að sjá að tvennir mótherjar okkar drengja á EM í Berlín á síðasta ári tryggðu sér þátttökurétt á leikunum, lið Spánar og Serbíu.

A-riðill: Ástralía, Bandaríkin, Frakkland, Kína, Venesúela og Serbía.
B-riðill: Argentína, Brasilía, Króatía, Litháen, Nígería og Spánn. 

Alls taka 17 lönd þátt í keppni í körfubolta og 288 þátttakendur. 12 lið taka þátt í keppni karla og 12 í keppni kvenna.

Alla dagskránna í keppni í körfubolta má sjá hérna

Allt um keppni í körfubolta má sjá á vef leikanna Rio2016.com