5 ágú. 2016
Stelpurnar okkar í U16 ára landsliði stúlkna hefja leik á EM í Rúmeníu í dag en þá mæta þær Albaníu kl. 17:15 að íslenskum tíma.
Hægt er að sjá allt um mótið þeirra og fylgjast með lifandi tölfræði allra leikja á síðu mótsins þeirra:
www.fiba.com/europe/u16bwomen/2016/
U18 karla í umspili
Í dag leika strákarnir okkar í U18 við England kl. 19:00 í umspili um 9.-16.sætið í B-deildinni og er hægt að fylgjast með leiknum þeirra í lifandi tölfræði einnig á síðu þeirra móts:
www.fiba.com/europe/u18b/2016/Iceland