3 ágú. 2016

U16 ára lið stúlkna lagði af stað í gærkvöldi frá Íslandi til borgarinnar Oradea í Rúmeníu þar sem þær munu keppa í Evrópukeppni FIBA.

Mótið hefst á föstudaginn en stelpurnar okkar hefja leik á laugardaginn kemur gegn Grikkjum.

Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja og úrslit og lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins: 
http://www.fiba.com/europe/u16bwomen/2016/

Landsliðs Íslands · U16 stúlkna
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík
Elsa Albertsdóttir · Keflavík
Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Viktoría Líf Steinþórsdóttir · Grindavík
Margrét Blöndal · KR
Ástrós Ægisdóttir · KR
Kristín María Matthíasdóttir · Fjölnir
Yrsa Rós Þórisdóttir · Fryshuset, Svíþjóð
Birgit Ósk Snorradóttir · Hrunamenn

Þjálfarar: Helena Sverrisdóttir og Ingvar Þór Guðjónsson
Sjúkraþjálfari: Thelma Ragnarsdóttir
Fararstjóri KKÍ: Bryndís Gunnlaugsdóttir