31 júl. 2016

Ísland leikur sinn síðasta leik á EM í kvöld á móti Bosníu kl. 16:45 á íslenskum tíma. Þessi leikur er um þriðja sætið á mótinu. Er þetta besti árangur sem yngra landslið kvenna hefur náð á EM.

Liðin mættust í riðlakeppninni og vann Bosnía þann leik með 17 stigum. Íslensku stelpurnar eru klára í slaginn og ætlar ekki að láta leikinn endurtaka sig og eru þær staðráðnar í því að sigra. Allir leikmenn Íslands eru heilir. 

Það er ljóst að það verður troðfullt hús og svakaleg stemmning hjá heimamönnum. Það verður því gott gufubað í húsinu í kvöld og brjáluð stemmning.

Hér er hægt fylgjast með leiknum.