30 júl. 2016

Ísland mætti Grikklandi í kvöld í undanúrslitum á EM kvenna U 18 ára. 

Grikkland hafði unnið alla sína leiki en Ísland tapað einum. Því var ljóst að hörkuleikur væri framundan. Ísland byrjaði leikinn betur og komust í 8 - 0. Fyrsti leikhlutin endaði 19 - 11 fyrir Íslandi. Grikkir komu svo ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 29 - 28 fyrir Íslandi. Hitinn í íþróttahúsinu var nærri ópbærinlegur og því erfiðar aðstæður sem stelpurnar voru að spila í.

Þrátt fyrir að einhver þreyta var kominn í mannskapinn í hálfleik byrjuðu íslenskustelpurnar 3. leikhluta vel. Þegar þrjár mínútur voru eftir af 3. leikhluta komst Grikkland yfir 38-39 í fyrsta skiptið í leiknum. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystu og jafnt var eftir 3. leikhluta 46 - 46. 

Elín skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta og staðan 48 - 46. Eftir það var Ísland að elta allan tíman þar til að þær náðu að jafna leikinn þegar 1. mínúta var eftir og staðan 58 - 58. Háspennu leikur í gangi og hitastigið í húsinu komið vel yfir 50°. Þegar 00:12 sek voru eftir þá var staðan 58 - 63 fyrir Grikklandi. Björk kom þá með einn þrist frá Njarðvík og smellti honum ofaní og staðan 61 - 63 og 00:09 sek eftir og stelpurnar héldu enn í vonuna, en því miður þá luku grikkir leiknum á vítalínunni og lokastaða 61 - 65 fyrir Grikklandi. 

Sylvía Hálfdánardóttir var atkvæða mest í leiknum með 20 stig og 14 fráköst og Thelma Dís var með 11 stig og 7 fráköst. Það vantaði örlítið meira framlag frá fleirum í liðinu í dag. 

Tölfræði leiksins.

Stelpurnar mæta heimastúlkum Bosníu á morgun kl. 16:45 á íslenskum tíma. Það verður hörkuleikur og eiga stelpurnar harma að hefna gegn þeim þar sem að þær töpuðu með 17 stigum í riðlakeppninni.