29 júl. 2016
Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Hvíta Rússland af velli í dag 85-68 og tryggðu sér þar með sæti í fjögra liða úrslitum. Árangurinn hjá stelpunum er sá besti sem 18 ára landslið Íslands í körfubolta hefur náð.
Hvíta Rússland hafði unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og því ljóst að þetta yrði hörku leikur.
Hvíta Rússland byrjaði leikinn betur og komst í 8-0. Íslensku stelpurnar létu það ekki á sig fá og héldu áfram og komu sér inn í leikinn.
Mikil barátta og vinnusemi var í leikmönnum íslenska liðsins og var það sem uppskar sigurinn. Margir leikmenn voru að spila alveg glimrandi vel.