29 júl. 2016
8 liða úrslit EM U 18 kvenna hefjast í dag. Ísland leikur á móti Hvíta Rússlandi í kl.14:30 á íslenskum tíma.
Í gær var óvíst með þátttöku hjá þeim Thelmu Dís og Emelíu Ósk en þær voru veikar í gær. Þær eru nú allar að skríða saman og verða þær klárar í leikinn á eftir. Aðrir leikmenn eru í góðu standi og klárar í leikinn.
Hvíta Rússland vann alla sína leiki í b riðli og hafa verið að spila mjög sannfærandi. Það má því búast við hörku leik.