28 júl. 2016
Ísland leikur á móti Hvíta Rússlandi á morgun kl.14:30 á íslenskum tíma í 8 liða úrslitum.
Óvíst er með þátttöku hjá þeim Thelmu Dís og Emelíu Ósk en þær eru búnar að vera veikar í dag. Thelma og Emelía eru báðar lykilleikmenn í liðinu og verðum við því að vona að þær verði búnar að ná sér fyrir leikinn. Aðrir leikmenn eru í góðu standi og klárar í leikinn.
Hvíta Rússland vann alla sína leiki í b riðli og hafa verið að spila mjög sannfærandi.
Hér er hægt að fylgjast með leiknum.