27 júl. 2016

Fjórði og síðasti leikur riðlakeppnarinnar á EM U18 kvenna fór fram í dag. Ísland spilaði á móti nýkrýndum Norðurlandameisturum, Finnlandi. Með sigri gat íslenska liðið tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

Íslensku stelpurnar byrjuðu af miklum krafti og mættu ákveðnar til leiks. Ísland vann fyrsta leikhlutann 20 - 13. Sama kraftur og barátta var í öðrum leikhluta og þær unnu annann leikhluta 25 - 16 og staðan því 45 - 29 í hálfleik. Ísland byrjaði seinni hálfleik eins og síðustu tvö leikhluti og sýndu Finnunum að þær ætluðu sér að klára leikinn. Ísland vann þriðja leikhlutann 21 - 15. Finnland komu svo sterkari til leiks í fjórða leikhluta og reyndu að klóra í bakkann en það dugði ekki til. Finnland vann fjórða leikhlutann 15 -29. Loka staðann 81- 73 fyrir Íslandi og sæti í 8 liða úrslitum staðreynd. 

Með sigrinum jöfnuðu þær besta árangur íslensks kvennalandsliðs.

Maður íslenska liðsins var Sylvía Hálfdánardóttir  með 28. stig og 20. fráköst. Hér má sjá tölfæði úr leiknum.

Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn kl. 14:30 á íslenskum tíma á móti Hvíta Rússlandi.