26 júl. 2016
Þriðji leikur Íslands á EM u 18 kvenna fór fram í dag hér í Bosniu við lið gestgjafanna.
Bosnia kom sterkt til leiks og byrjuðu leikinn mun betur og endaði fyrsti leikhluti 25 - 16 fyrir þeim. Íslensku stelpurnar komu sterkari til leiks í öðrum leikhluta og unnu hann 19 - 17 en það dugði ekki til að komast yfir og staðan því 42 - 35 fyrir Bosniu í hálfleik.
Í seinni hálfleik hélt Ísland áfram að elta Þær náðu þó að saxa niður forskotið og komast inn í leikinn en þá svöruðu þær bosninsku alltaf og sigruðu leikinn 88 - 72
Vítanýtingin hjá íslenska liðinu var aðeins 53% og meðan að Bosnia var með yfir 80% og telur það í svona hörku leik.
Íslensku stelpurnar gáfust aldrei upp og börðust allan tímann.
Maður leiksins í íslenska liðinu var Emelía Gunnarsdóttir með 21. stig og 10 fráköst. Tölfræði leiksins má skoða hér.
Nætsi leikur er í dag við Finnland kl. 14:30 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með leiknum hér.