22 júl. 2016
Strákarnir okkar í U20 ára liðinu leika í 8-liða úrslitunum í dag kl. 18:00 á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi. Með sigri munu strákarnir okkar leika í undanúrslitum gegn sigurvegara úr viðureign Grikkja og Bosníu.
Leikurinn í dag ásamt öllum leikjum mótsins verður í beinni tölfræðilýsingu hérna: ÍSLAND-GEORGÍA
Mögulega verður einnig hægt að fylgjast með í beinni á netinu hérna: YouTube-rás Gríska körfuknattleikssambandsins
Áfram Ísland!