20 júl. 2016
Í dag er komið að lokadegi riðlakeppninnar og eiga strákarnir okkar leik gegn Póllandi. Leikurinn hefst kl. 15.45 að íslenskum tíma og verður í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu mótsins: EM U20 karla 2016 í Grikklandi.
Þar má einnig sjá stöðu, úrslit annara leikja, sjá myndir úr leikjum og skoða uppsafnaða tölfræði á mótinu.
Með sigri í dag tryggjum við okkur 1. sætið í riðlinum, en ef svo ólíklega vill til að við töpum, þá verður Ísland að treysta á að Eistar vinni Hvít-Rússa. Þá lendir okkar lið í öðru sæti. Aftur á móti ef Hvít-Rússar vinna lendir Ísland í 3. sæti og Rússar í 2. sæti. Leikurinn verður í beinni tölfræði á síðu mótsins eins og áður segir og mögulega sýndur á netinu hér: https://www.youtube.com/channel/UC-xFpFhB1fiAa3jZE51gBLA