15 júl. 2016Í dag kl. 18:00 að íslenskum tíma (21:00 í Grikklandi) hefja strákarnir okkar í U20 ára landsliðinu leik á Evrópumóti FIBA sem fram fer í Grikklandi. Mótherjarnir í dag eru Hvít-Rússar og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins.

Strákarnir flug út á miðvikudaginn og hafa notað tímann í að koma sér fyrir og hvílast og æfa þess á milli. Við óskum þeim alls hins besta á mótinu og sendum baráttakveðjur til þeirra frá Íslandi.


Heimsíða mótsins: EM U20 karla 2016 í Grikklandi