13 júl. 2016Í morgun hélt U20 ára lið karla af stað til Chalkida í Grikklandi þar sem þeir munu hefja leik á föstudaginn kemur í Evrópukeppni FIBA 2016.
Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá öllum leikjum strákana á heimasíðu mótsins fiba.com - U20 en þeir byrja riðlakeppnina með leikjum gegn Hvít-Rússum, Rússum, Eistum og Pólverjum. Eftir það tekur við úrslitakeppni og leikir um sæti.
Fylgist einnig með á facebook-síðu KKÍ með fréttum og myndum úr ferðinni.