13 júl. 2016

Körfuboltasumarið, sumarverkefni á vegum KKÍ og FIBA, efnir til götuboltamóts á Klambratúni dagana 22. og 23. júlí þar sem keppt verður í fjórum flokkum:

 

Föstudaginn 22. júlí

Stúlkur 12-15 ára og yngri (f. 2000-2004)

Drengir 12-15 ára og yngri (f. 2000-2004)

 

Laugardaginn 23. júlí

Konur 16 ára og eldri (f. 1999 og eldri)

Karlar 16 ára og eldri (f. 1999 og eldri)

 

Reglur: 

3-á-3 mót þar sem fjórir mega mynda eitt lið

Spilað á eina 1 körfu make-it-take-it

1 stig fyrir allar körfur

10 mín. leikir

Dómarar dæma leikina

2 villur í röð án þess að skora er stig til mótherjanna

Fara þarf út fyrir teig eftir skoraða körfu eða þegar lið ná boltanum í vörn

 

Skotleikir, kynnir og tónlist ásamt öðrum uppákomum. Grill á staðnum.

Þátttökugjald er 6.000 kr. á lið og er öllum frjálst að taka þátt.

 

· Nafn liðs
· Nafn leikmanna og aldur
· Símanúmer fyrirliða og netfang fyrirliða/tengiliðs

Hægt verður að greiða þátttökugjöld á staðnum með korti.