11 júl. 2016

Um helgina réðst endanlega hvaða lið tryggðu sér þátttökurétt í Ríó á ÓL2016 í keppni í körfuknattleik karla. 18 lið léku á þremur mótum um þrjú síðustu lausu sætin á ólymíuleikunum í Ríó sem fram fara í lok sumars. Leikið var í Serbíu, á Filippseyjum og á Ítalíu og þar sem sigur á hverju móti fyrir sig gaf sæti á ÓL2016.

Það voru Serbía, Króatía og Frakkland sem unnu sín mót og tryggðu sér farseðilin til Brasilíu. Þá var dregið í riðla um leið og ljóst var hvaða 12 lið væru á leiðinni á leikanna og verður riðlaskiptingin eftirfarandi:

Riðlar á ÓL2016 í Ríó:
A-riðill:
1. Frakkaland
2. Bandaríkin
3. Venesúela
4. Serbía
5. Kína
6. Ástralía.

B-riðill:
1. Argentína
2. Spánn
3. Brasilía
4. Litháen
5. Króatía
6. Nígería.

Keppnin fer fram dagana 6.-21. ágúst þar sem hvert lið leikur gegn hvert öðru í riðlinum (fimm leiki). Efstu fjögur fara áfram í 8-liða úrslit en nánari dagskrá og upplýsingar má sjá á hemasíðu mótsins, www.fiba.com/olympics/2016