11 júl. 2016Um miðjan júní fór fram undankeppni ÓL2016 hjá konnum en leikið var í Frakklandi þar sem 12 lið léku um fimm laus sæti á ÓL2016.
Það voru Hvíta-Rússland, Kína, Frakkland, Spánn og Tyrkland sem tryggðu sér sæti á ÓL2016 á mótinu og var dregið í riðla fyrir keppnina:
Riðlar á ÓL2016 kvenna:
A-riðill:
1. Frakkland
2. Japan
3. Brasilía
4. Ástralía
5. Hvíta-Rússland
6. Tyrkland
Group B:
1. Kanada
2. Spánn
3. Bandaríkin
4. Senegal
5. Serbía
6. Kína
Leikið verður dagana 6.-20. ágúst þar sem allir leika við alla í riðlinum og svo fara fjögur efstu liðin í hvorum riðli áfram í 8-liða úrslit.
Hægt er að sjá nánar um mótið á heimasíðu keppninnar, www.fiba.com/olympicswomen/2016.