30 jún. 2016Nú var að ljúka síðustu leikjum dagsins á NM í Finnlandi og þar hafðist einn sigur gegn Finnum. Það voru U18 karlar sem unnu sigur í úrslitaleik 101:72 með frábærri frammistöðu og liðsigri í vörn og sókn og hömpuðu bikarnum í leikslok og eru Norðurlandameistarar 2016.
Þórir Þorbjarnarson var valinn í úrvalslið mótsins í U18. Hann átti frábært mót og að öðrum ólöstuðum fór fyrir liðinu í dag með 33 stig og 6 fráköst. Sigurkarl Jóhannesson var með 14 stig og 9 fráköst, Adam Ásgeirsson var með 12 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Jón Arnór og Ingvi voru með 10 stig og 4 fráköst hvor. U18 karla enduðu 4/1 en tapleikur í gær gegn Eistum skipti ekki máli þegar uppi var staðið.
U18 kvenna töpuðu gegn Finnum en áttu flottan leik þar sem þær léku vel gegn meisturunum en leikurinn endaði 71:77. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var valin í úrvalslið mótsins en hún skoraði 23 stig, var með 16 fráköst og 5 stolna bolta í dag. Þær enduðu mótið með 2 sigra og 3 töp.
U16 stúlkna og U16 drengja töpuðu sínum leikjum. Drengirnir enduðu í 5. sæti á mótinu (2/3) og stúlkurnar í 4. sæti (2/3)
Ítarleg umfjöllun um hvern leik er að finna á karfan.is og myndasöfn úr hverjum leik. Hér fyrir neðan er hægt að skoða tölfræði leikjanna.
Úrslit og tölfræði leikjanna í dag fimmtudaginn 30. júní:
U16 drengja · Ísland 51:91 Finnland
U18 karla · Ísland 101:72 Finnland
U18 kvenna · Ísland 71:77 Finnland
U16 stúlkna · Ísland 51:70 Finnland
Einnig er hægt að fylgjast með umfjöllun og myndum frá mótinu á Facebook-síðu KKÍ og Instagram KKÍ #nm2016