27 jún. 2016

Í dag er komið að öðrum leikdegi af fimm á NM 2016 í Finnlandi. Þá leika öll okkar lið gegn sömu þjóð í dag og er röðin komin að Noregi í dag. Gengi norsku liðanna í gær var þannig að þau léku öll gegn Finnlandi og náðu U16 drengir í eina sigur þeirra.

Gaman er að segja frá því að hin íslenska Erna Freydís Traustadóttir er í U18 ára liði Noregs á mótinu en hún er búsett þar um þessar mundir og æfir körfubolta með norsku liði. Reglur kveða á um að leikmenn séu ekki bundnir þjóðerni fyrr en eftir 18 ára aldur á móti á vegum FIBA.

Leikjadagskráin í Kisakallio, Finnlandi mánudaginn 27. júní
(Allir tíma að íslenskum tíma)

kl. 12:45 · U18 kvenna  · Ísland gegn Noregi (SUSI 3)
kl. 13:00 · U18 karla · Ísland gegn Noregi (SUSI 2)
kl. 15:00 · U16 stúlkna · Ísland gegn Noregi (SUSI 3)
kl. 15:00 · U16 drengja · Ísland gegn Noregi (SUSI 1)

LIFANDI TÖLFRÆÐI:
Lifandi tölfræði allra leikjanna er að finna efst á kki.is sem og hérna! (http://live.baskethotel.com/fba/)

ÚTSENDINGAR Á NETINU:
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu leikjum á SUSI 1 vellinum gegn vægu gjaldi (€8 mótið) á Fanseat.com.
Þar verða einnig upptökur af leikjunum aðgengilegar.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu leikjum á SUSI 2 vellinum beinni útsendingu á Youtube-rás Finnlands í opinni dagskrá.