26 jún. 2016Nú er fyrsta leikdeginum lokið á Norðulandamótinu í Finnlandi og léku öll liðin okkar gegn Danmörku í dag. Fóru leikar þannig í dag að U18 ára liðin unnu sína leiki á meðan U16 liðin okkar töpuðu sínum. Á morgun leika liðin öll gegn Noregi og hefst fyrsti leikur dagsins kl. 12:45 að íslenskum tíma.
Ítarleg umfjöllun um hvern leik er að finna á karfan.is og myndasöfn úr hverjum leik. Hér fyrir neðan er hægt að skoða tölfræði leikjanna.
Úrslit og tölfræði leikjanna í dag:
U16 stúlkna · Danmörk 58:55 Ísland
U18 kvenna · Danmörk 39:62 Ísland
U16 drengja · Danmörk 79:51 Ísland
U18 karla · Danmörk 61:76 Ísland
Fylgist einnig með á Facebook-síðu KKÍ og Instagram KKÍ líka #nm2016