24 jún. 2016

Á aðalfundi KKDÍ þann 8.júní s.l. var samþykkt að opna félagið fyrir dómurum sem hættir eru að dæma og aðilum sem koma að dómgæslu með öðrum hætti sbr. eftirlitsmönnum, matsmönnum og leiðbeinendum.

Á fundinum var kjörin ný stjórn og nýr formaður félagsins er Steinar Orri Sigurðsson. Gjaldkeri er Ísak Ernir Kristinsson og ritari Aðalsteinn Hrafnkelsson. Varamenn voru kjörnir Georgía Olga Kristiansen og Sigurbaldur P. Frímansson.
 
Úr stjórn gengu Jón Bender og Eggert Aðalsteinsson eftir áralangt farsælt og fórnfúst starf á vegum félagsins. Ný stjórn mun leggja áherslu á að vinna ötullega að félagsmálum, halda utan um búningamál o.þ.h. praktísk atriði og ekki síst reyna að stuðla að framþróun meðal kvenkyns dómara.
 
Stjórn KKDÍ