19 jún. 2016

Það eru ekki aðeins íslenskir leikmenn við leik og störf á Copenhagen Invitational nú um helgina. Þau Jóhannes Páll Friðriksson og Georgía Olga Kristiansen hafa dæmt fjölda leikja og tekið þátt í dómaranámskeiði á vegum FIBA. Bæði hafa hlotið góðar umsagnir en þau hafa dæmt allar tegundir leikja, jafna leiki með miklum látum og ójafna þar sem gæði körfubolta hafa ekki verið mikil og kúnst að finna réttu línuna.

Í öllum leikjum í mótinu eru eftirlitsmenn sem taka niður punkta fyrir dómarana til að ræða um eftir leik, bæði jákvæða og neikvæða. Allt til að gera dómarana betri. Þá hafa sumir leikir verið dæmdir af dómurum sem eru með hljóðnema til að eiga samskipti sín á milli, líkt og gert er í fótbolta og handbolta.

Þess má að lokum geta að fulltrúi FIBA á dómaranámskeiðinu var Kristinn Óskarsson.