16 jún. 2016
Í dag heldur stór hópur til Danmerkur á vegum KKÍ. Landslið stúlkna og stráka 15 ára fara og taka þátt í Copenhagen Invitational mótinu í Kaupmannahöfn.
Ferð þess er orðin árleg ferð hjá 15 ára landsliðum Íslands og er fyrsta landsliðsverkefni krakkanna. Liðin æfa í dag í Farum Arena en á morgun eru 2 leikir hjá hvoru liði, strákarnir mæta Skotlandi klukkan 11 og stelpurnar Englandi á sama tíma. Bæði lið mæta svo Danmörku seinni partinn, strákarnir klukkan 17 og stelpurnar klukkan 17:30. Á laugardag mæta strákarnir Finnlandi klukkan 9 og stelpurnar Hollandi klukkan 11. Þar með lýkur riðlakeppinni og úrslitakeppnin hefst klukkan 15 hjá strákunum og 17 hjá stelpunum. Á sunnudag verður svo leikið um sæti. Allir tímar eru danskir tímar.
Jóhannes Páll Friðriksson og Georgía Olga Kristiansen dómarar fara og dæma í mótinu og taka einnig þátt í dómaranámskeiði sem er samhliða mótinu. Kristinn Óskarsson mun einnig vera á staðnum á vegum FIBA sem leiðbeinandi á námskeiðinu.
Í hópnum sem hélt út í morgun eru:
Árni Gunnar Kristjánsson – Stjarnan
Baldur Örn Jóhannsson – Þór Akureyri
Dúi Þór Jónsson – Stjarnan
Edvinas Gecas – Haukar
Gunnar Auðunn Jónsson – Þór Akureyri
Ingimundur Orri Jóhannsson – Stjarnan
Júlíus Orri Ágústsson – Þór Akureyri
Kolbeinn Fannar Gíslason – Þór Akureyri
Sigurður Aron Þorsteinsson – Þór Akureyri
Sindri Már Sigurðsson – Þór Akureyri
Valdimar Hjalti Erlendsson – Haukar
Veigar Áki Hlynsson – KR
Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari
Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari
Alexandra Eva Sverrisdóttir – Njarðvík
Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir – KR
Eygló Kirstín Óskarssdóttir – KR
Fanndís María Sverrisdóttir – Fjölnir
Hrefna Ottósdóttir – Þór Akureyri
Jenný Lovísa Benediktsdóttir – Njarðvík
Ólöf Rún Óladóttir – Grindavík
Sigrún Björk Ólafsdóttir – Haukar
Sigurbjörg Eiríksdóttir – Keflavík
Stefanía Ósk Ólafsdóttir – Haukar
Vigdís María Þórhallsdóttir – Grindavík
Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari
Pétur Rúðrik Guðmundsson aðstoðarþjálfari
Sædís Magnúsdóttir sjúkraþjálfari
Tómas Gunnar Tómasson sjúkraþjálfari
Georgía Olga Kristinsdóttir dómari
Jóhannes Páll Friðriksson dómari
Kristinn Óskarsson dómaraleiðbeinandi
Rúnar Birgir Gíslason fararstjóri