16 jún. 2016 Keppt verður eftir sama fyrirkomulagi og á síðasta keppnistímabili í minnibolta 11 ára n.k. vetur hjá drengjum og stúlkum en hægt er að kynna sér fyrirkomulagið á vef KKÍ - http://www.kki.is/reglugerdir.asp?reglugerd=1

Félög greiða þátttökugjald fyrir hvert lið sem það sendir á hvert mót. Gjaldið rennur að öllu leyti til mótshaldara. Greiða þarf gjald fyrir hvert mót. Gjaldið verður 8.000 kr. veturinn 2016-17. Mótshaldari greiðir til KKÍ 1.000 kr. fyrir hvert lið sem er skráð en KKÍ mun sjá um að taka við þátttökutilkynningum og setja upp mótið.

Umsóknarfrestur rennur út 21. júní. Tvö félög geta sótt um að halda mót saman. Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram: 

Hvaða mót á að sækja um
Fjöldi leikvalla
Gistimöguleikar aðkomuliða
Minnibolti 11 ára stúlkur – keppnishelgar
15.-16. október
19.-20. nóvember
4.-5. febrúar
18.-19. mars
22.-23. apríl

Minnibolti 11 ára drengir – keppnishelgar
29.-30. október
26.-27. nóvember
25.-26. febrúar
25.-26. mars
6.-7. maí