30 maí 2016
Um helgina mættu rúmlega 600 krakkar til leiks í Úrvalsbúðir KKÍ þar sem þau fóru í gegnum ýmsar tækniæfingar og leiki. Strákarnir voru í DHL-höllinni í Frostaskjóli og stelpurnar æfðu í Smáranum, Kópavogi. Óhætt er að segja að helgin hafi tekist mjög vel og voru krakkarnir ótrúlega duglegir, lögðu sig fram og voru samviskusöm, og ánægja meðal leikmanna og þjálfara hvernig til tókst.
Allir voru svo leystir út á laugardeginum með Úrvalsbúðarbol og allir leikmenn fengu Powerade og ávexti eftir átökin en æft var bæði laugardag og sunnudag í þremur árgöngum, 2003, 2004 og 2005.
Seinni æfingahelgin verður haldin 20.-21. ágúst og þá verða stúlkur í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og verður staðfest fljótlega hvar strákarnir verða þá helgi.
Hér fyrir neðan eru svo myndir af hópunum.