27 maí 2016
Skráning er hafin í Domino´s deild kvenna, Domino´s deild karla og 1. deild karla fyrir veturinn 2016-2017 og skráning klárast 1. júní. Skráning í bikarkeppnina er seinna í sumar. Búið er að gera breytingu á skráningarfrestum sem þýðir að skráning í 1. deild kvenna, 2. deild karla, 3. deild karla, unglingaflokk kvenna, unglingaflokk karla og drengjaflokk er seinna í sumar eða þann 15. ágúst.
Skráning í bikarkeppni, yngri flokka sem keppa í fjölliðamótum og B-deild kvenna er 17. september