24 maí 2016Dagana 30.-31. maí næstkomandi ætlar Brynjar Karl að vera með þjálfaranámskeið eingöngu fyrir konur. Námskeiðið fer fram milli kl. 17:00-20:30 báða daga og verður fjallað um tækniþjálfun, líkamsþjálfun og leikfræði fyrir yngri flokka auk þess sem einn hlutinn mun fara í hugarþjálfun, markmiðastjórnun og tilfinningagreind.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Key Habits, Skeifunni 17.
Skráning fer fram á netfanginu bryndisgunnlaugs@gmail.com.