23 maí 2016
Um helgina fór fram þjálfaranámskeið KKÍ í samstarf við FIBA og FKÍ. Var námskeiðið hluti af þjálfaramenntun KKÍ og var þetta námskeið 2.a. í þjálfarastiga KKÍ. Á föstudag voru fyrirlestarar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á laugardag og sunnudag voru fyrirlestrar í Ásgarði.
36 þjálfarar skráðu sig á námskeiðið sem var frá föstudegi til sunnudags.
Alls voru 10 fyrirlestrar þar sem farið var yfir allt frá undirstöðuatriðum leiksins til sálfræðifyrirlesturs um hvernig megi sigrast á mótlæti. Erlendir fyrirlesarar komu frá FIBA, þeir Michael Schwarz sem fer fyrir þjálfaramenntun FIBA og Prófessor Nenad Trunić frá Serbíu sem er vinsæll fyrirlesari og ræddi um uppbyggingu leikmanna auk þess að sýna styrktaræfingar, undirstöðuæfingar og nokkrar af sínum uppáhalds æfingum sem þóttu einkar áhugaverðar.
Í lok námskeiðisins og á milli fyrirlestra áttu sér stað skemmtilegar og áhugaverðar umræður sem voru oft ekki síðri en fyrirlestrarnir