23 maí 2016

Golfmótið körfuboltamanna í ár fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík hjá Golfklúbbi Grindavíkur föstudaginn 10. júní. Það verður í 17. sinn sem mótið er haldið.

Mótið er með hefðbundnu sniði og allir ræstir út samtímis kl. 11:00 og eru allir keppendur hvattir til að mæta tímalega. Á mótið eiga erindi allir þeir sem einhvern tíman hafa komið nálægt körfubolta, svo sem leikmenn, þjálfarar, dómarar, stjórnarmenn, sjálfboðaliðar félaga eða aðrir sem á einhvern annan hátt eru að fikta við golfið. Makar eru einnig að sjálfsögðu velkomnir. Áhugasamir hvattir til að áframsenda þessar upplýsingar um mótið á alla þá sem þið teljið að eigi erindi í það og auglýsa á sínum síðum að vild.

 

Leikin verður 18 holu punktakeppni, bæði með og án forgjafar, þar sem hámarksforgjöf hjá körlum er 24 og hjá konum 28.

 

Skráning er á golf.is eða hjá Ríkharði Hrafnkelssyni í síma 848-1988 eða á netfanginu rikkihr57@gmail.com (Gefa þarf upplýsingar um nafn, kennitölu og forgjöf).

 

Að venju er öll aðstoð við útvegun verðlauna mjög vel þegin.
Þátttökugjald í mótið er kr. 4.000.-

 

Rástímarnir eru eingöngu ætlaðir til röðunar í ráshópa.