18 maí 2016

Nú um helgina fór fram námskeið fyrir dómaraleiðbeinendur á vegum FIBA Europe í Zagreb í Króatíu.  Hvert land þarf að eiga einn dómaraleiðbeinanda (national Instructor) sem hefur það hlutverk að samræma dómgæslu í viðkomandi landi að áherslum FIBA.   Kristinn Óskarsson er FIBA Instructor fyrir Ísland og var á námskeiðinu um helgina ásamt tæplega 60 þátttakendum.

Nýlega var tilkynnt um breytingar á leiðbenandakerfinu.  Nú er ekki nóg að leiðbeinandi sé tilnefndur af sínu sambandi og fari á námskeið heldur, er verið að þróa nákvæmt þjálfunarferli þar sem markmiði er að staðla vinnubrögð enn frekar.  Í því skyni hefur FIBA sett saman ítarlegt námsefni sem  tekur til kennslufræði og þekkingar á körfuknattleik auk fræðslu um dómgæslu.  Þessu fylgja vinnustofur á netinu með verkefnum og prófum.  Í Zagreb þreyttu dómaraleiðbeinendurnir snúin próf og þau stóðst Kristinn með miklum sóma.

FIBA stefnir á að útskrifa dómaraleiðbeinendur á þremur stigum.  Dómaraleibeinandi hvers heimalands (National Instructor), álfunundna dómaraleiðbeinendur (Regional Instructor) þar sem menn ferðast á milli landa til að sinna þjálfun og þriðja stig er alheims þjálfara (Global Instructors), og geta þá verið sendir á milli heimsálfa til að leiðbeina.    Kristinn mun í sumar starfa sem dómaraleiðbeinandi á EM U20 karla, A-deild í Finnlandi en þar verða margir dómarar sem dæma í Euroleague, en einnig hefur hann verið valinn í 6 manna hóp til að leiða þróun nýliðafræðslu FIBA dómara og var í þeim tilgangi á Scania Cup um pákana.