17 maí 2016
Um helgina var leikið á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2016 og var hún í umsjón Keflavíkur. Leikið var til úrslita í 10. flokki drengja og stúlkna og í unglingaflokkum karla og kvenna. Á föstudeginum og laugardeginum fóru fram undanúrslitaleikirnir í öllum flokkum og eftir frí á sunnudeginum var leikið til úrslita í gær mánudaginn 16. maí þar sem fjögur lið voru krýnd Íslandsmeistarar 2016!
KKÍ óskar liðunum til hamingju með titlana!
10. FLOKKUR DRENGJA · HAUKAR
KR 49:60 Haukar
10. FLOKKUR STÚLKNA · KR
KR 51:43 Keflavík
UNGLINGAFLOKKUR KVENNA · KEFLAVÍK
Keflavík 51:41 Haukar
UNGLINGAFLOKKUR KARLA · GRINDAVÍK
Grindavík 71:57 FSu