13 maí 2016
LEIKSKRÁ HELGARINNAR
Hér er hægt að nálgast leikskrá allra liða með upplýsinum um leikina og um leikmenninna og þjálfara.
Í kvöld hefst seinni úrslitahelgi yngri flokka 2016 en seinni helgin verður haldin í umsjón Keflavíkur í TM höllinni að Sunnubraut í Keflavík. Í kvöld fara fram undanúrslit í unglingaflokki kvenna og á laugardaginn verða undanúrslit í 10. flokki stúlkna, 10. flokki drengja og Unglingaflokki karla.
Frí er á sunnudeginum og á mánudeginum fara síðan fram úrslitaleikirnir í öllum fjórum flokkunum.
DAGSKRÁ ÚRSLITAHELGARINNAR · TM HÖLLIN, SUNNUBRAUT KEFLAVÍK
Föstudagur 13. maí
Kl. 18:00 - Unglingaflokkur kvenna undanúrslit · Keflavík-Breiðablik
Kl. 20:00 - Unglingaflokkur kvenna undanúrslit · Haukar-Snæfell
Laugardagur 14. maí
Kl. 10:00 - 10. flokkur stúlkna undanúrslit · KR-Haukar
Kl. 11:45 - 10. flokkur stúlkna undanúrslit · Grindavík-Keflavík
Kl. 13:30 - 10. flokkur drengja undanúrslit · KR-Þór Akureyri
Kl. 15:15 - 10. flokkur drengja undanúrslit · Haukar-Fjölnir
Kl. 17:00 - Unglingaflokkur karla undanúrslit · Grindavík-KR
Kl. 19:00 - Unglingaflokkur karla undanúrslit · Tindastóll-FSu
Sunnudagur 15. maí
Frí - Hvítasunnudagur
Mánudagur 16. maí (Allir leikir beint á netinu á Youtbe-rás KKÍ)
Kl. 10:00 - 10. flokkur drengja · Úrslitaleikur
Kl. 12:00 - 10. flokkur stúlkna · Úrslitaleikur
Kl. 14:00 - Unglingaflokkur kvenna · Úrslitaleikur
Kl. 16:15 - Unglingaflokkur karla · Úrslitaleikur