10 maí 2016Um síðastliðna helgi var leikið til úrslita í minnibolta drengja í A-riðli en leikið var í Smáranum í Kópavogi. Það voru strákarnir úr Fjölni sem stóðu uppi sem sigurvegarar í mótslok en þeir unnu alla sína leiki á úrslitahelginni og eru því Íslandsmeistarar 2016.
Þjálfari liðsins er Einar Hansberg Árnason.
Til hamingju Fjölnir!