9 maí 2016Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna en leikið var á heimavelli þeirra í Grindavík. Eftir jafnt og skemmtilegt mót voru það Grindavík og Njarðvík sem léku til úrslita í lokaleiknum og stóðu Grindavík uppi sem sigurvegarar.
Það er Ellert Magnússon sem er þjálfari stelpnanna í 7. flokki.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá kvennaflokkum Grindavíkur í ár en þeir eru orðnir Íslandsmeistarar í MB 11 ára, 7. flokki, 8. flokki, 9. flokki í ár, auk þess sem 10. flokkur þeirra leikur í undanúrslitum um næstu helgi.
Til hamingju stelpur í Grindavík!