8 maí 2016Körfuknattleiksfélag FSu auglýsir stöðu aðalþjálfara. FSu leitar að einstaklingi með djúpan skilning á körfuknattleik, sem sýnir frumkvæði, er hvetjandi og hefur mikla færni í að vinna með ungum leikmönnum.
Helstu skyldur:
- Aðalþjálfari mfl. karla
- Aðalþjálfari körfuboltaakademíu FSu
- Vinnur náið með þjálfara unglinga- og drengjaflokks félagsins
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Gylfa Þorkelsson formann félagsins í gegnum netfangið fsukarfa.formadur@gmail.com eða í síma 895-8400.
Stjórn K.k.f. FSu.