6 maí 2016
Í dag mun KKÍ efna til Lokahófs og veita þeim leikmönnum, í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna, sem þykja hafa skarað fram úr í vetur. Lokahófið fer fram á Ægisgarði úti á Granda og hafa leikmenn, þjálfarar og fjölmiðlar verið boðaðir.
Kynnt verða kjör þjálfara, fyrirliða og dómnefndar í hverri deild fyrir sig.
Í Domino's deildunum er kynnt úrvalslið fimm leikmanna, besti þjálfarinn, besti erlendi leikmaðurinn, besti ungi leikmaðurinn og svo leikmaður ársins auk þess sem varnarmaður og prúðasti leikmaður ársins eru heiðraðir.
Í 1. deildunum er úrvalsliðið kynnt, auk besta þjálfarans og besta unga leikmannsins, og leikmanni ársins.
Dómari ársins í Domino´s deildunum verður valinn.